Gunnólfsvík

Gunnólfsvík, nyrsti bær á Langa­nes­strönd, nú í eyði, ver­stöð um hríð. Norð­an við bæ­inn er Gunnólfsvíkurfjall, 719 m. Víðsýnt er það­an. Nokkuð bratt­ur akvegur er upp á fjall­ið (lok­að­ur al­menn­ingi) en þar er rat­sjár­stöð NATO, tekin í notkun 1988. Hér end­ar mó­bergs­svæði Norð­ur­lands sem markast af Bárð­ar­dal að vest­an.