Gunnólfsvík, nyrsti bær á Langanesströnd, nú í eyði, verstöð um hríð. Norðan við bæinn er Gunnólfsvíkurfjall, 719 m. Víðsýnt er þaðan. Nokkuð brattur akvegur er upp á fjallið (lokaður almenningi) en þar er ratsjárstöð NATO, tekin í notkun 1988. Hér endar móbergssvæði Norðurlands sem markast af Bárðardal að vestan.