Hafnir, byggðarhverfi. Þaðan var mikið útræði fyrrum og voru þar þá stórbýli, svo sem Kirkjuvogur, Kotvogur og Kalmanstjörn.
Hér gerast skáldsögur Jóns Thorarensen, Útnesjamenn, Marína og Svalheimamenn. Kirkja er í Kirkjuvogi.
Í Höfnum er ankeri af bandaríska timburskipinu Jamestown sem rak mannlaust á land á seint á 19. öld. Jón Borgarsson, sem lengi var ötull björgunarsveitar– og hreppsnefndarmaður, átti veg og vanda af því að flytja það af klöpp fyrir utan þangað sem það stendur nú. Annað ankeri úr skipinu er fundið í Ósabotnum.
Leifar hafa fundist af landnámsskála og bygginga tengdum honum skammt frá Kirkjuvogskirkju. Heillegt gólf og hleðsla eru talin frá níundu öld en einnig fundust munir.