Hafnir

Hafnir, byggðar­hverfi. Það­an var mik­ið út­ræði fyrr­um og voru þar þá stór­býli, svo sem Kirkju­vog­ur, Kot­vog­ur og Kalm­an­s­tjörn.

Hér ger­ast skáld­­sög­ur Jóns Thoraren­sen, Út­nesja­menn, Mar­ína og Sval­heima­menn. Kirkja er í Kirkju­vogi.

Í Höfnum er ankeri af bandaríska timbur­skip­inu James­town sem rak mannlaust á land á seint á 19. öld. Jón Borgarsson, sem lengi var ötull björg­unar­sveitar– og hreppsnefndarmaður, átti veg og vanda af því að flytja það af klöpp fyrir utan þangað sem það stendur nú. Annað ankeri úr skipinu er fundið í Ósa­botnum.

Leifar hafa fundist af landnámsskála og bygg­inga tengdum honum skammt frá Kirkjuvogskirkju. Heillegt gólf og hleðsla eru talin frá níundu öld en einnig fundust munir.