Hafragil

Hafragil, djúpt og hrika­legt hamra­gil, geng­ur til suð­vest­urs frá Jök­ulsár­gljúfri. Litlu ofar er Hafra­gils­foss í Jök­ulsá, 27 m hár. Gíga­röð­in Rand­ar­hól­ar sker hér gljúfr­in og kem­ur þar fram þver­skurð­ur af eldsprung­unni í gljúfra­veggn­um.