Hagi

Hagi, kirkjustaður. Sýslu­manns­setur löngum, síðastur sýslumaður Jón Thoroddsen skáld. Í fornöld bjó þar Gestur ,,spaki” Oddleifs­son. Hann var sagður manna vitrastur og sjá fyrir örlög manna. Á síðustu öld bjó þar lengi bændahöfðinginn Hákon Kristófersson (1877–1967), alþingismaður.