Hallland

Hallland, bær innst á Svalbarðsströnd. Þar fæddist Hjálmar Jónsson skáld (Bólu–Hjálmar) árið 1796. Móður hans bar þar að garði kvöldið áður og baðst gistingar en fæddi son um nóttina. En strax morguninn eftir voru ráðstafanir gerðar til að flytja hvítvoðunginn til hreppstjóra sveitarinnar.