Heilagsdalur

Heilagsdalur, grunn dal­­hvilft austan und­ir Blá­­­fjalli. Hagi er þar nokk­ur, vall­lendi og víði­­grund­ir með læk­j­um og lind­um. Austan að dal­num ligg­ur hellu­hraun. Tal­ið er lík­legt að á­n­ing­­arstaður þeirra er fyrr­um fóru um Ódáða­­hraun hafi verið í Heilags­­dal og jafnvel að þar sjáist fyrir fornum tjald­hringum. Víst er að æva­gömul vörðubrot og merki um forn­ar slóðir og vegagerð sjást austur af Heilagsdal. Þar er nú nýr gönguskáli Ferða­félags Húsa­víkur.