Hekla, frægasta eldfjall á Íslandi og eitt hinna kunnustu á jörðinni.
Hekla er eldhryggur, 1491 m, og eftir fjallshryggnum er um 4 km löng sprunga. Hefur gosið 18 sinnum síðan sögur hófust, fyrst 1104 og síðast 2000, en þá gátu vísindamenn sagt fyrir um gosið með hálftíma fyrirvara með tilstyrk viðvörunarkerfis Veðurstofunnar.
Auk þess hefur 5 sinnum gosið í næsta nágrenni Heklu frá landnámi.
Í gosinu 1947 hækkaði Hekla um 50 m.
Léttast er nú að ganga á Heklu að norðan eða norðvestan.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu fyrstir á Heklu 20. júní 1750.