Hekla

Hekla, fræg­asta eld­fjall á Ís­landi og eitt hinna kunn­ustu á jörð­inni.

Hekla er eld­hrygg­ur, 1491 m, og eft­ir fjalls­hryggn­um er um 4 km löng sprunga. Hef­ur gos­ið 18 sinn­um síð­an sög­ur hófust, fyrst 1104 og síð­ast 2000, en þá gátu vísindamenn sagt fyrir um gosið með hálftíma fyrirvara með til­styrk viðvörunarkerfis Veðurstofunnar.

Auk þess hef­ur 5 sinn­um gos­ið í næsta ná­grenni Heklu frá land­námi.

Í gos­inu 1947 hækk­aði Hekla um 50 m.

Létt­ast er nú að ganga á Heklu að norð­an eða norð­vest­an.

Egg­ert Ólafs­son og Bjarni Páls­son gengu fyrst­ir á Heklu 20. júní 1750.