Hestvatn

Hestvatn, stöðuvatn, rúmir 6 km 2 og yfir 60 m djúpt þar sem það er dýpst. Botn þess er um 12 m fyrir neðan sjávar mál. Í því er silungsveiði. Afrennsli vatnsins er í Hvítá. Heitir það Slauka, áður Hestlækur. Þegar mikið er í Hvítá rennur úr henni í vatnið, stundum hækkar þá vatnsborðið allt að fjórum metrum.