Hlíðarendi, kirkjustaður, fornt höfuðból og einn víðfrægasti bær á Íslandi vegna Gunnars Hámundarsonar. Þar fæddist Þorlákur biskup helgi og þar ólst Bjarni Thorarensen skáld upp. Á 17. öld bjó þar Gísli Magnússon (1621–96), oft nefndur Vísi–Gísli, einn fremsti Íslendingur sinnar samtíðar, gerði miklar garð– og kornyrkjutilraunir. Hann flutti kúmenið til Fljótshlíðar, en það setur svip á allar grasbrekkur þar og víðar á landinu.