Hlíðarendi

Hlíðarendi, kirkju­stað­ur, fornt höf­uð­ból og einn víð­fræg­asti bær á Ís­landi vegna Gunn­ars Há­mund­ar­son­ar. Þar fædd­ist Þor­lák­ur bisk­up helgi og þar ólst Bjarni Thoraren­sen skáld upp. Á 17. öld bjó þar Gísli Magn­ús­son (1621–96), oft nefndur Vísi–Gísli, einn fremsti Ís­lend­ing­ur sinn­ar sam­tíð­ar, gerði mikl­ar garð– og korn­yrkju­til­raun­ir. Hann flutti kúm­en­ið til Fljóts­hlíð­ar, en það set­ur svip á all­ar gras­brekk­ur þar og víðar á landinu.