Hoffell

Hoffell, land­náms­jörð innst í Nesj­um. Lands­lag um­hverf­is Hof­fell er fjöl­breyti­legt og fag­urt, skrið­jökl­ar, fjallstind­ar, ár og aur­ar. Fundist hefur heitt vatn á Hoffelli og eru þar heitar laugar í náttúrulegu umhverfi. Um Goðaborg, 1429 m, eru þjóð­sagn­ir. Því var trú­að að borg­in væri í raun og veru hús sem goð eða vætt­ir byggðu þótt hún sýnd­ist vera klett­ur einn. Þannig hafði smali nokk­ur kom­ið fram hjá Goða­borg þeg­ar hann var að elt­ast við sauði og voru þá dyr opn­ar og í þeim stóð grátt naut, óg­ur­legt ásýnd­um. Smal­an­um þótti sem hann væði í við­ar­lauf­um hjá borg­inni en gaf því ekki frek­ar gaum fyrr en hann kom út á Set­bergs­heiði. Þar losn­aði skór­inn og sá hann að gull­pen­ing­ur en ekki við­ar­lauf hafði slæð­st í skó­inn. Jón Helga­son (1727–1809) sýslu­mað­ur sótti gull í Goða­borg ár­lega. Í Hof­felli var numið silf­ur­berg um skeið, auk þess er þar margt fag­urra og sér­kenni­legra steina, svo sem marg­lit­ir jaspis­ar, ópal­ar, o.fl.