Höfn

Höfn, þéttbýlið við Hornafjörð,fékk kaupstaðarréttindi 31. desember 1988. Árið 1994 sameinaðist bæjarfélagið Nesjahreppi og Mýrahreppi og fjórum árum síðar sameinuðust öll sveitarfélögin í sýslunni í eitt: Sveitarfélagið Hornafjörð. Höfuðbstöðvar Ríki Vatnajökuls og Vatnajökulsþjóðgarðs eru á Höfn.

Flestir farfuglar koma fyrst að landi á Hornafjarðarsvæðinu og á Höfn hefur verið sett á stofn Fuglaathugunarstöð. Við höfnina er minnisvarði um komu Ingólfs Arnarsonar, gjöf frá norskum siglingamönnum 1997.