Hrafnseyri

Hrafnseyri, kirkjustaður með mikilli sögu. Kennd við Hrafn Sveinbjarnarson höfðingja á 12.–13. öld, sem talinn er fyrsti menntaði læknir á Íslandi. Á Hrafnseyri fæddist Jón Sigurðsson forseti 17. júní 1811. Minnismerki um hann reist þar. Kapella og minjasafn um Jón var vígt 2. ágúst 1981.

Burstabærinn á Hrafnseyri hefur verið endurbyggður samkvæmt úttektargerðum og líkani sem gert var samkvæmt lýsingu samtímamanns. 1997 var verkinu lokið, húsið vígt og opnað vegfarendum til skoðunar.