Hraundrangi

Hraundrangi, tindur er gnæfir upp úr skörðóttri hamrabrík milli Öxna­dals og Hörgárdals, 1075 m.

Þjóðsagan segir að þar sé geymdur pen­inga­kútur. Þrír fjallagarpar, Nicholas Clinch frá Banda­­ríkjunum, Sigurður S. Waage og Finnur Eyjólfsson úr Reykjavík, klifu Dranga sumarið 1956. Áður var hann talinn ókleif­ur með öllu. Síðan hafa fleiri menn klifið Dranga.

Átta Akureyringar náðu árið 2003 að standa á topp­num í einu með því að haldast í hend­ur.