Hraunsnef

Hraunsnef, bær undir Hraunsnefsöxl. Þar var á síðasta hluta 19. aldar köttur, Hraunsnefskötturinn, sem talinn var góður til áheita og bárust þau hvaðanæva að. Féð var geymt í forláta kistli og m.a. keypt fyrir það jörðin Stóra–Gröf. Kistillinn er enn til en minni sögur fara af áheitafénu.

Þar er nú rekin ferðaþjónusta, veitinga– og gististaður.

Á Hraunsnefi er hægt að fá kort með upplýsingum um álfabyggðina í nágrenninu.