Hrútsvatn, stöðuvatn suðvestur af Áshverfi, stærsta vatn í Holtum, 2,4 km2. Þjóðsagan hermir að í því sé skrímsli og að þar sé mórauður hrútur á sveimi og sé nafnið af honum dregið. Nálægt því er Hrútshellir, sem er bergþil. Afrennsli í Frakkavatn.