Hvannalindir

Hvannalindir, gróðursvæði meðfram uppsprettum og lækjum nálægt miðri Krepputungu. Lækirnir renna saman í Lindakvísl. Þar eru varðveittar rústir sem taldar eru vera eftir Fjalla–Eyvind. Í Hvannalindum er landvörður á sumrin. Í um 650 m hæð á vestanverðu svæðinu er dálítill hnjúkur, Lindakeilir. Þar vestur af eru nokkrir hnjúkar, Háafell hæst, 973 m.