Hvanngil

Hvanngil, dalverpi og vinsæll áningarstaður að fornu og nýju á gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Ferðafélag Íslands rekur tvo skála í Hvanngili með gistiaðstöðu fyrir tæplega 60 manns og tjaldsvæði. Gott göngusvæði. Merkt gönguleið (Laugavegur) að Hrafn­tinnuskeri og Landmannalaugum í norðri og Emstrum og Þórsmörk í suðri.