Hveravellir

Hveravellir, aðal­j­arð­hita­svæði í Reykja­hverfi. Hafa all­mörg býli ver­ið reist þar úr upp­haf­legu landi jarð­ar­inn­ar Reykja, þar er mik­il yl­rækt, sund­­laug og fé­lags­heim­ili sveit­ar­inn­ar. Stærstu hver­irn­ir eru Syðsti­hver, Uxa­­hver og Bað­stofu– eða Ysti­hver, og er hann þeirra mest­ur og einn mesti gos­hver lands­ins. Lögð hef­ur ver­ið hita­veita úr Reykja­hverfi til Húsa­­vík­ur um 18 km leið. Úr Reykja­hverfi fell­ur Mýr­ar­kvísl, sem verð­ur til af nokkrum smærri ám, nið­ur hjá Laxa­mýri.