Illugastaðir

Illugastaðir, góð varpjörð o.fl. hlunnindi. Þar var Natan Ketils­son myrtur 1828 ásamt Pétri Jónssyni. Þeir voru myrtir af Agnesi og Friðriki, sjá Katadal hér að ofan. Natan fékkst við lækn­ingar og var smiður góður. Rústir smiðju hans sjást enn á staðnum. Kvik­myndin Agnes byggir á þess­um atburðum. Sjá Þrístapar, s. 65. Á Illugastöðum hefur verið byggður upp selaskoðunarstaður, þar sem hjólastólafær göngustígur liggur frá bílastæði að sjó. Selaskoðunarstaðurinn er lokaður til 20. júní vegna friðaðs æðarvarps. Á Illugastöðum er einnig tjaldsvæði og salernisaðstaða.