Jökulsárbrú

Jökulsárbrú, núverandi brú reist 1994, um 1 km sunnar en sú sem reist var 1931 en sú brú hefur verið gerð upp og er minnismerki um vega­mann­virki fortíðarinnar. Þarna er brúar getið í Íslandslýsingu Odds Einarssonar 1589. Við nýju brúna rennur Jökulsá í alldjúpu gljúfri, 17–18 m breiðu neðst. Brúin er 40 m yfir vatnsborði árinnar, sú hæsta á landinu.