Jökulsárlón

Jök­ulsá á Breiða­merk­ur­sandi, mesta vatnsfall á sand­in­um, aðeins nokkur hundruð metrar en mjög vatns­mik­il. Kem­ur úr hyl­­djúpu lóni, Jök­ulsárlóni, 248 m djúpt, við rönd Breiða­merk­ur­jök­­uls.

Lónið er því dýpsta stöðuvatn á Íslandi. Á því eru að jafn­aði borg­arís­jak­ar.

Jök­ulsá var hinn versti far­ar­tálmi og oft far­in á jökli. Hún var brú­uð 1966–67, en brúnni stend­ur nú ógn af land­­broti sjáv­ar.

Báts­­ferðir eruum lónið allt árið um kring og sækja þær tugir þúsunda ferðamanna ár hvert.

Jökuls­árlón hefur ítrekað verið notað til kvik­mynda­­töku og hafa m.a. verin tekin þar atriði í James Bond kvikmynd.