Kaldbaksvík

Kaldbaksvík, lítil vík, tveir bæir nú í eyði, sumar­bú­staðir. Annar er Kaldbakur, bólstaður landnámsmannsins Önundar tréfótar er kvað: „Kröpp eru kaup, ef hreppi ek Kaldbak, en ek læt akra.“ Inni í Kaldbaksdalnum segja sögur að hann sé heygður í Önundarhaugi. Í dalnum veiðivatn og jarðhiti í Hveratungum.