Kalmanstunga, innsti bær í Mýrasýslu, um 40 km frá botni Borgarfjarðar. Stórbýli fyrr og síðar. Átti land inn um alla Arnarvatnsheiði og Hallmundarhraun. Skóglendi mikið. Var í þjóðbraut meðan alfaraleið var um Kaldadal, Stórasand og Arnarvatnsheiði.