Karlsdráttur

Karlsdráttur, lítill vogur norður úr Hvítárvatni. Í brekkunum upp frá honum er kjarr og óvenjumikið blómskrúð. Þar hafa fundist milli 80 og 90 háplöntur á litlum bletti í 420–440 m hæð.