Keflavíkurbjarg

Keflavíkurbjarg, fuglabjarg milli Hellissands og Rifs. Vestast undir bjarg­inu er Balalind, uppsprettulind, sem sagt er að Guðmundur biskup góði hafi blessað árið 1227 og hafi vatnið úr lindinni síðan lækningmátt. Merki við þjóð­veg vísar á bjargið og vatnið. Auðvelt aðgöngu.