Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur, býli og þorp.

Klaust­ur á sér langa sögu. Sagt er, að kristn­ir Írar hafi bú­ið í Kirkju­bæ fyr­ir land­nám, síð­an land­náms­­mað­ur­inn Ket­ill fífl­ski og eigi máttu heiðn­ir menn búa þar.

Þar var nunnu­­klaust­ur frá 1186 til siða­skipta. Ör­nefni er minna á klau­strið: Systrastapi, Systr­afoss og Systr­avatn uppi á fjall­inu og Söng­hóll sunn­an Skaft­­ár.

Þeg­ar munk­arn­ir frá Þykk­va­bæj­ar­klaustri heim­sóttu nunn­urn­ar á Kirkju­bæj­ar­klaustri hófu þeir upp söng sinn á hóln­um, þar sem klaust­ur­stað­inn bar fyrst fyr­ir augu þeirra.

Eld­messu­­tangi vest­an við Systr­astapa, þar sem Eld­hraun­ið stöðv­að­ist í far­vegi Skaft­ár, með­an sí­ra Jón Stein­gríms­son (1728–91) flutti messu.

Lista­verk­ið Byrði sög­unn­ar eft­ir Magn­ús Tóm­as­son (f.1943) var af­hjúp­að 1997.

Kirkju­stað­ur til 1859 en 1974 var vígð kapella til minn­ing­ar um sí­ra Jón.

1997 var opn­uð svo­nefnd Kirkju­bæj­ar­stofa, en henni er ætl­að að vinna að nátt­úru– og um­hverf­is­mál­um.

Á Klaustri er alllöng hefð fyrir skógrækt og eru skógarlundir sitt hvoru megin við Systrafoss hávaxnir og myndarlegir. Þar hefur mælst hæsta sitkagrenitré landsins, um 22 m árið 2005.