Kistufell

Kistufell, 1446 m, móbergsfjall við Vatnajökul norðanverðan. Haustið 1950 fórst flugvélin Geysir á Bárðarbungu. Björgunarleiðangurinn lagði á jökulinn frá Kistufelli. Áhöfninni á Geysi var bjargað á sjötta degi frá slysinu.