Klúka

Klúka, þar er laug, Gvendarlaug, kennd við Guðmund góða. Notuð sem baðlaug frá fornu fari. Nú er sundlaug þar og hótel. Á Klúku í Bjarnarfirði er líka Kotbýli kuklarans, önnur sýning Strandagaldurs um galdramál á Íslandi. Það ætti enginn að láta hjá líða að líta við í Kotbýli kuklarans. Þar er auðvelt að gera sér í hugarlund að galdur hafi í raun verið hjálparmeðal sem almúginn gat gripið til og auðveldað þannig lífsbaráttuna.