Knarrarklettar

Breiðavík, lít­il sveit en fríð milli Búða­hrauns og Arn­ar­stapa, hluti Snæfellsbæjar. Grös­ug og skjól­sæl. Fyr­ir fram­an hana Hraun­landarif úr gul­um skelja­sandi en hóp­ið Mið­húsa­vatn inn­an við það. Fyr­ir ofan byggð­­ina mik­ið kletta­fjall, Knarrarklettar, hafa marg­ir hrap­að þar sem villst hafa af Fróð­ár­heiði.