Kolugil

Kolugljúfur, rúmlega 1 km langt og 40–50 m djúpt. Dregur nafn af tröllskessunni Kolu, sem gróf gilið og hófst þar við. Eru þar fleiri kennileiti kennd við hana eins og Kolurúm sem er laut í vestanverðu gljúfrinu og Koluhóll í landi Kolugils sem er álagablettur. Þar var skessan heigð ásamt fjársjóði sínum. Kolufossar í gljúfrinu, stórkostleg náttúrusmíð.