Lækjamót

Lækjamót, bær í norðaustanverðum Víðidal. Þar dvöldu um þriggja ára skeið fyrstu íslensku kristniboðarnir, Þorvaldur víðförli og Friðrekur bisk­up. Árið 1719 brann Guðbrandur Arngrímsson sýslumaður inni á Lækja­móti ásamt konu sinni. Hann var sonur síra Arngríms lærða. Jakob H. Líndal jarðfræðingur (1880–1951) bjó lengi á Lækja­móti og andaðist þar. Þar er einnig veiðihús.