Grindaskörð, breitt skarð milli Kistjánsdalahorn, 525 m, að austan og Lönguhlíðar að vestan. Þar eru nokkrar eldstöðvar. Um Grindaskörð liggur Selvogsgata, fyrrum fjölfarin leið milli Hafnarfjarðar og byggðarinnar í Selvogi. Hún er vörðuð.