Líkárvatn

Fossár­dal­ur, geng­ur suð­aust­ur úr botni Beru­fjarð­ar. Fyrr­um voru þar nokkr­ir bæir, en í dag eru þeir tveir. Fossá fell­ur fram af háu klifi í Fossár­vík og þjóðsagan segir að í hylnum hafi búið nykur. Áin kemur úr Lík­ár­vatn. Sagt er að vatn­ið dragi nafn af því að menn hafi eitt sinn ver­ið þar til sil­ungs­veiða, róið út í hólma, en misst frá sér bát­inn. Urðu þeir hung­ur­morða í hólm­an­um.