Loðmundur

Kerlingarfjöll, einn fegursti, fjölbreyttasti og svipmesti fjallaklasi landsins, með fagursköpuðum tindum, jöklum og stórkostlegum jarðhitasvæðum. Hæstu tindar Snækollur, 1477 m, og Loðmundur, 1432 m, í austurfjöllum. Vestar er Ögmundur, 1382 m. Spennandi og áhugaverðar gönguleiðir hafa verið merktar á svæðinu. Við borholu í gili Ásgarðsár hefur verið útbúin heit laug sem vart á sinn líka, með uppstreymi sem myndar vatnssúlu í miðju.