Hengill, fjallabálkur úr móbergi, 803 m, geysimikill jarðhiti. Eitt besta skíðalandið á Hengilssvæðinu er í Innstadal en þar er mikill jarðhiti og ölkelda. Skeggi heitir þar sem hæst er nyrst og vestast á Hengli. Vestan undir hlíðum Skeggja er Marardalur, allstór grasigróin slétta innilokuð af hamraveggjum og skriðum á alla vegu. Syðst gengur þröngt gil vestur úr dalnum. Þar voru naut geymd fyrrum og dalnum þá lokað.