Marardalur

Hengill, fjalla­bálk­ur úr mó­bergi, 803 m, geys­i­mik­ill jarð­hiti. Eitt besta skíðal­and­ið á Hengils­­svæð­inu er í Innsta­dal en þar er mik­ill jarð­hiti og öl­kelda. Skeggi heit­ir þar sem hæst er nyrst og vest­ast á Hengli. Vest­an und­ir hlíð­um Skeggja er Mar­ar­dal­ur, alls­tór gra­si­gró­in slétta inni­lok­uð af hamra­­veggj­um og skrið­um á alla vegu. Syðst geng­ur þröngt gil vest­ur úr daln­um. Þar voru naut geymd fyrr­um og daln­um þá lok­að.