Markarfljótsgljúfur

Markarfljótsgljúfur, austan við Einhyrning. Hrikaleg og allt að 190 m djúp. Markarfljót á upptök í Reykjadölum en meginvatnið kemur úr Mýrdalsjökli. Með stærstu ám á Suðurlandi. Lengd 100 km og vatnasvið 1070 km2. Brú hjá Emstrum var byggð 1978. Skammt þar frá eru leifar af kláfi sem var yfir ána. Göngubrú var byggð árið 1987 á svokölluðum Króki.