Mjóifjörður

Mjóifjörður, lang­ur og mjór, gyrt­ur háum fjöll­um sem til beggja handa enda í hamra­flug­um Nípu og Skála­nes­bjargs. Nokkr­ar göngu­leið­ir um fjalla­skörð til Norð­fjarð­ar og Seyð­is­­­fjarð­ar. Eng­in byggð sunn­an fjarð­ar né fyr­ir botni hans. Áður var fjöl­býlt, íbú­ar flestir 412 árið 1902, en nú búa aðeins 40 manns í Mjóafirði öllum. Lít­ils­hátt­ar sil­ungs­veiði í Fjarð­ará. Áætlunarferðir á milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar allt árið. Þar er kirkja, skóli, tjaldsvæði, gisting og kaffisala. Víða góð berja­­lönd, kræki­ber, blá­ber og að­al­blá­ber. Löng­um nokk­ur fisk­ur í firð­in­um og fugla­líf á landi og sjó. Saga Mjóa­fjarð­ar er við­burða­rík. Þjóð­sög­ur fylgja ýms­um ör­nefn­um, kunn­ust sagan um Mjóa­fjarð­ar­skess­una í Presta­gil­inu.