Múlakot

Múlakot, fagrir trjágarðar, hinn elsti gerður af Guðbjörgu Þorleifsdóttur (1870–1958). Þar var reist fyrsta gróðrarstöð Skógræktar ríkisins á Suður­landi árið 1935 og er þar nú merkilegt trjásafn með fágætum trjá­teg­und­um. Er þar m.a. að finna hæstu álma og blæaspir á Ísland og myndarlega aska og hlyni. Þá skiptast alaskaaspir í Múla­koti á við aspir á Hall­orms­stað um að vera hæstu tré landsins, rúm­lega 24 metrar árið 2006. Útsýn mikil og fög­ur. Hér bjó Ólafur Túbals (1897–1964) listmálari, sonur Guð­bjarg­ar. Upplýsingaskilti um plöntur hafa verið sett upp víðs vegar um Múlaholtsskóg. Þjóðskógur.