Nes, sveitin milli Hornafjarðarfljóta og Hornafjarðar að vestan og Skarðsfjarðar að austan, samfellt undirlendi algróið nema innst með Fljótunum. Land mishæðótt með ásum og hólum en mýrasund á milli. Fagurt land og grösugt. Mjög vogskorið með ótal vogum, töngum og hólmum. Fjallasýn mikil.