Nes

Nes, sveitin milli Horna­fjarð­ar­fljóta og Horna­­­­­­fjarð­ar að vest­an og Skarðs­fjarð­ar að aust­an, sam­fellt und­ir­lendi al­gró­ið nema innst með Fljót­un­um. Land mis­hæð­ótt með ás­um og hól­um en mýra­sund á milli. Fag­urt land og grös­ugt. Mjög vog­­skor­ið með ótal vog­um, töng­um og hólm­um. Fjalla­sýn mik­il.