Rifstangi, nyrsti tangi landsins. Þar var bærinn Rif. Þar fæddist Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) (1873–1918) skáld. Hann missti föður sinn fjögurra ára gamall og fimm ára var honum komið á hreppinn og dvaldi næstu fimm árin (ómagaárin) á Skinnalóni, næsta býli austan við Rif. Móðir hans giftist aftur þegar hann var tíu ára og dvaldi hann hjá henni í Núpskötlu til fjórtán ára aldurs.