Ögur

Ögur, stórbýli fyrr og nú, höfðingjasetur og kirkjustaður. Í kirkjunni nokkrir gamlir munir.

Þar var seint á 19. öld reist eitt stærsta íbúðarhús í sveit á Íslandi og stendur enn, nú í eigu Landsbanka Íslands og nýtt sem sumarhús starfs­manna.

Þar var reist fyrsta rafstöð á sveitabæ við Ísa­fjarðar­djúp árið 1926.

Kunnastir ábúenda í Ögri eru þeir Björn Guðnason (d. 1518) er átti mjög í deilum við kirkju­valdið, Magnús Jónsson prúði (um 1525–91) og Ari sonur hans (1571–1652), sýslu­menn og héraðs­­höfð­ingj­ar.

Í Ögurnesi var allmikil verstöð fram til 1945.