Sakka

Sakka, dreg­ur nafn sitt af mýri í landi bæj­ar­ins. Stakur hóll niður við ána og trónir einn uppúr flatlendinu í landi Skáldalæks. Nefnist hann Ingólfshöfði og herma sagnir að þar sé grafinn Ingólfur nokkur Bjarmalandsfari ásamt skipi sínu og miklu fé. Að sögn hafa ýmsir freist­ast til að grafa í höfðann en jafnan hefur þeim þá virst Vallakirkja standa í björtu báli. Hafa þeir þá hætt greftrinum og látið kjurt liggja.