Sandskeið, allstór sandslétta, gamall vatnsbotn, nú grætt upp að nokkru.
Aðalbækistöð og flugvöllur Svifflugfélags Íslands.
Í lágu grjótholti vestan Sandskeiðs eru rústir af gömlu sæluhúsi.
Áður lá vegurinn um Sandskeið, sunnan flugvallarins, en nú hefur hann verið færður norðar og liggur um Fóelluvötn. Í leysingum verður þarna allmikil uppistaða vatns sem fær afrennsli niður um Fossvelli og Hólmsá.
Í Fossvallaklifi er steinn með ártalinu 1887 sem sýnir hvenær fyrsti akvegur á landinu var lagður.