Sel

Sel, lítill torfbær af sunnlenskri gerð, reistur af Þorsteini Guðmundssyni bónda árið 1912. Í bænum er fjósbaðstofa á lofti þar sem menn nýttu sér yl­inn frá kúnum frá fjósinu sem er undir baðstofunni. Samtengd hús eru stofa og útieldhús. Skammt frá bænum eru stórar hlöður með afar fornu bygging­ar­lagi, þar sem þakið er svokallað þríása með einn þakás eftir mæni og sinn ás­inn hvorum megin við hann og eru þeir bornir uppi af innstöfum. Raftar ganga frá mæni og niður á veggi, en þakhella er þar á ofan og torf efst. Síðustu ábúendur í Selinu fluttu úr bænum árið 1946, og lagðist hann þá í eyði. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1972.