Selskógur

Selsskógur, spilda úr landi Indriðastaða í eigu Skógræktar ríkisins. Ef komið er yfir Dragháls úr Svínadal má fljótt sjá Selskóg í Skorradal á vinstri hönd. Hér er tjaldsvæði í umsjón Indriðastaða í kjarri vöxnu landi. Allt um kring er barrskógur og hægt að ganga um skóginn eftir traktors­braut­um er um hann liggja. Þjóðskógur.