Sjöundá

Melanes, aust­asti bær á Rauða­sandi. Þar eru garð­lög forn er gætu bent til ak­ur­yrkju. Nokkru aust­ar er eyði­býlið Sjö­undá, kunn af saka­máli í byrj­un 19. ald­ar, sem skáld­saga Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, Svart­fugl, er byggð á. Þau Bjarni Bjarna­son og Stein­unn Sveins­dótt­ir voru tal­in hafa myrt maka sína og fyrir þær sak­ir dæmd til líf­láts.