Melanes, austasti bær á Rauðasandi. Þar eru garðlög forn er gætu bent til akuryrkju. Nokkru austar er eyðibýlið Sjöundá, kunn af sakamáli í byrjun 19. aldar, sem skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl, er byggð á. Þau Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir voru talin hafa myrt maka sína og fyrir þær sakir dæmd til lífláts.