Skálavík, lítil vík þar sem áður var samnefnd byggð. Nú í eyði, grösug en mýrlend. Snjóflóð ollu þar stórslysum m.a. snemma á síðustu öld. Í Skálavík er sumarbyggð. Af Skálavíkurheiði liggur vegur upp á Bolafjall, opinn yfir sumartímann. Af Bolafjalli er einstakt útsýni yfir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Á fjallinu er radarstöð.