Skálmarnes

Skálmarnes, fjallskagi, nær þríhyrndur í lögun, milli Kerlingarfjarðar og Skálmarfjarðar, tengt með lágu eiði við suðurtögl Þingmannaheiðar. Nesið um 300 m hátt, gyrt hamrabrún á alla vegu, beinni og reglulegri. Undir­lendi aðeins syðst á nesinu.