Skógar

Skógar, skólasetur og höfuðból fyrrum, kirkjustaður til 1890. Þar er byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaft fellinga.

Einn af dýrgripunum er Skógakirkja, byggð í 19. aldar stíl úr byggingarhlutum aflagðra kirkna í nærliggjandi sýslum. Líklga merkasti safngripurinn í Skógum er áttæringurinn Pétursey, frægust skipa með brimsandalagi. Samgöngusafn Íslands var opnað í júní 2002. Þar er samgöngusaga þjóðarinnar rakin frá upphafi. Í júní 2008 opnaði Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við Skógasafn sýningu sem gerir áttatíu ára sögu björgunarsveitanna í landinu skil með tækjum, textum, myndum og ýmsum búnaði.