Skrúður, 161 m há, mjög vel gróin klettaeyja. Þar er mikill fugl, m.a. súluvarp.
Frægur af þjóðsögunni um Skrúðsbóndann sem átti að búa þar í helli miklum og hefur orðið skáldum að yrkisefni. M.a. seiddi hann til sín prestsdóttur frá Hólmum í Reyðarfirði. Skrúðshellir er hár til lofts og víður til veggja og innst í honum er há skriða.